Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 07:30 Robert Lewandowski elskar að skora mörk. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira