De Bruyne: Veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 07:02 Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland er blanda sem bara virkar. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Kevin De Bruyne, leikmaður Englandmeistara Manchester City, hefur lagt upp fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils. Hann lagði upp fyrsta mark City er liðið vann 4-0 útisigur gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu fyrir Norðmanninn Erling Baut Haaland. Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira
Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira