Real Madríd talið líklegast til að vinna Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 23:30 Leikmenn Real fagna í úrslitaleiknum síðasta vor. EPA-EFE/YOAN VALAT Tölfræðiveitan Gracenote telur líklegast að Real Madríd vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla á þessari leiktíð og verji þar með titil sinn. Samkvæmt útreikningum veitunnar eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira