Stíga þurfi varlega til jarðar í dýravelferðarmálum vegna „íþyngjandi ákvarðana“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 10:21 Matvælastonun segir að stíga þurfi varlega til jarðar í dýravelferðarmálum vegna íþyngjandi aðgerða. Vísir Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Brugðist sé við öllum ábendingum um illa meðferð dýra en oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en stofnunin hefur verið gagnrýnd undanfarna daga fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við tilkynningum og athugasemdum Borgfirðinga vegna hrossa á bæ í firðinum sem voru vannærð og illa haldin. MAST greip til aðgerða í síðustu viku vegna hrossanna en tilkynningar höfðu borist stofnuninni oft og ítrekað vegna dýranna. Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri MAST. MAST segir í tilkynningunni að þegar stofnunin kanni ábendingar um illa meðferð dýra sé metið til hvaða aðgerða eigi að grípa, eigi þær við rök að styðjast. Fyrst og fremst sé horft til velferðar dýranna og stofnunini beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga sem kveði á um málsmeðferðar- og efnisreglur sem ætlað er að tryggja réttaröryggi borgara þegar stjórnsýsluákvarðanir séu teknar. „Þar sem ákvarðanir Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi er mikilvægt að rétt sé staðið að ákvörðunum, bæði hvað varðar rannsókn, veita umráðamönnum þátttökurétt í undirbúningi ákvarðana sem og að gæta jafnræði aðila og að meðalhófs sé gætt,“ segir í tilkynningunni. „Ef tilefni er til er umráðamönnum dýra gefin kostur á að bæta úr frávikum. Það er einungis í tilvikum þar sem úrbætur þola ekki bið sem stofnunin getur tekið dýr úr vörslum umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.“ Oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. Vegna ítrekaðra eða alvarlegra frávika sem ekki er sinnt eða ef grunur er um refisvert brot þá sé tekin ákvörðun um aðgerð. Það geti verið sektir, stöðvun starfsemi, úrbætur á kostnað umráðamanns dýra eða með því að taka dýr úr vörslu eigenda. „Áður en íþyngjandi ákvarðanir eru teknar hafa mál í flestum tilvika verið til meðferðar hjá stofnuninni um nokkurt skeið þar sem umráðamenn hafa þá tækifæri til að bæta úr frávikum. Þegar grípa þarf til íþyngjandi ákvarðana er umráðamönnum veittur andmælaréttur á fyrirhugaðri ákvörðun,“ segir í tilkynningunni. Lengd andmælaréttarins ráðist af alvarleika málsins en sé að öllu jöfnu fimm dagar. Að þeim tíma liðnum séu andmæli metin og tekin ákvörðun um framhald málsins meðal annars með hliðsjón af efnisreglum laga um velferð dýra og ákvæðum stjórnsýslulaga. „Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt frumkvæðisskoðun á verklagi Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Matvælastofnun fagnar þeirri úttekt þar sem hún mun enn frekar styðja Matvælastofnun í að tryggja gagnsæ vinnubrögð og góða stjórnsýslu.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15 Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en stofnunin hefur verið gagnrýnd undanfarna daga fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við tilkynningum og athugasemdum Borgfirðinga vegna hrossa á bæ í firðinum sem voru vannærð og illa haldin. MAST greip til aðgerða í síðustu viku vegna hrossanna en tilkynningar höfðu borist stofnuninni oft og ítrekað vegna dýranna. Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri MAST. MAST segir í tilkynningunni að þegar stofnunin kanni ábendingar um illa meðferð dýra sé metið til hvaða aðgerða eigi að grípa, eigi þær við rök að styðjast. Fyrst og fremst sé horft til velferðar dýranna og stofnunini beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga sem kveði á um málsmeðferðar- og efnisreglur sem ætlað er að tryggja réttaröryggi borgara þegar stjórnsýsluákvarðanir séu teknar. „Þar sem ákvarðanir Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi er mikilvægt að rétt sé staðið að ákvörðunum, bæði hvað varðar rannsókn, veita umráðamönnum þátttökurétt í undirbúningi ákvarðana sem og að gæta jafnræði aðila og að meðalhófs sé gætt,“ segir í tilkynningunni. „Ef tilefni er til er umráðamönnum dýra gefin kostur á að bæta úr frávikum. Það er einungis í tilvikum þar sem úrbætur þola ekki bið sem stofnunin getur tekið dýr úr vörslum umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.“ Oftast sé ekki þörf á þvingunaraðgerðum enda bregðist umráðamenn oftast við og bæti úr. Vegna ítrekaðra eða alvarlegra frávika sem ekki er sinnt eða ef grunur er um refisvert brot þá sé tekin ákvörðun um aðgerð. Það geti verið sektir, stöðvun starfsemi, úrbætur á kostnað umráðamanns dýra eða með því að taka dýr úr vörslu eigenda. „Áður en íþyngjandi ákvarðanir eru teknar hafa mál í flestum tilvika verið til meðferðar hjá stofnuninni um nokkurt skeið þar sem umráðamenn hafa þá tækifæri til að bæta úr frávikum. Þegar grípa þarf til íþyngjandi ákvarðana er umráðamönnum veittur andmælaréttur á fyrirhugaðri ákvörðun,“ segir í tilkynningunni. Lengd andmælaréttarins ráðist af alvarleika málsins en sé að öllu jöfnu fimm dagar. Að þeim tíma liðnum séu andmæli metin og tekin ákvörðun um framhald málsins meðal annars með hliðsjón af efnisreglum laga um velferð dýra og ákvæðum stjórnsýslulaga. „Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt frumkvæðisskoðun á verklagi Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Matvælastofnun fagnar þeirri úttekt þar sem hún mun enn frekar styðja Matvælastofnun í að tryggja gagnsæ vinnubrögð og góða stjórnsýslu.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15 Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15
Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. 2. september 2022 10:29
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent