McIlroy vann FedEx-bikarinn um helgina og varð þannig sá fyrsti í sögunni til að vinna mótið þrisvar sinnum á ferlinum.
Hann er á meðal háværustu gagnrýnenda hinnar nýlega stofnuðu LIV-mótaraðar sem er fjármögnuð af yfirvöldum í Sádí-Arabíu og hann ítrekaði stöðu sína eftir að hafa fagnað sigri á einum af stærstu titlum PGA-mótaraðarinnar.
„Ég hata hvaða áhrif þetta hefur á golfið,“ sagði McIlroy um LIV-mótaröðina.
Fjölmargir kylfingar hafa yfirgefið PGA-mótaröðina fyrir LIV sem heldur átta mót á þessu ári en stefnir að því að verða mótaröð á næsta ári sem veitir PGA samkeppni. Brooks Koepka, Phil Mickelson, Bryson DeChambeau og Dustin Johnson eru á meðal þeirra sem hafa skipt yfir en yfirmenn hjá PGA-mótaröðinni brást við með því að setja þá í bann frá mótum á sínum snærum.
Keppendur á DP World Tour, Evrópumótaraða hluta PGA, sem hafa skipt yfir á LIV hafa aftur á móti fengið banni sínu frá keppnum PGA lyft tímabundið. Þeir munu því geta tekið þátt á PGA-meistaramótinu sem fer fram 8.-11. september.
Lee Westwood, Sergio Garcia og Ian Poulter eru því á meðal kylfinga á LIV-mótaröðinni sem geta tekið þátt, en alls er búist við að 19 kylfingar af LIV-mótaröðinni verði með á mótinu.
„Ég hata það, virkilega. Það verður erfitt að taka því að þeir geti mætt á Wentworth eftir tvær vikur og að sjá þá alla þarna. Mér finnst það ekki í lagi,“ segir McIlroy.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.