Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 07:31 Stuðningsmenn Hammarby áður en öryggisgirðing á milli þeirra og stuðningsmanna AIK var brotin niður. Dagens Nyheter/Jonathan Näckstrand/Bildbyrån Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar. Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira