Fótbolti

Valgeir lagði upp er Häcken styrkti stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valgeir Lunddal og félagar hans í Häcken tróna á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Valgeir Lunddal og félagar hans í Häcken tróna á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jonathan Moscrop/Getty Images

Valgeir Lunddal og félagar hans í Häcken unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Varnamo í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Valgeir var í byrjunarliði Häcken og lék allan leikinn í vinstri bakverði. Hann lgaði upp fyrsta mark leiksins stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Valgeir og félagar bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik og gerðu svo  út um leikinn með tveimur mörkum á seinustu tíu mínútum hans. Gestirnir náðu þó inn einu sárabótamarki í uppbótartíma og niðurstaðan því 4-1 sigur Häcken.

Häcken trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 20 leiki, fimm stigum meira en Hammarby sem situr í öðru sæti. Hammarby á þó einn leik til góða.

Varnamo situr hins vegar í 13. sæti deildarinnar með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×