Hótar að hætta ef Diego Costa verður keyptur Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 12:30 Diego Costa kann að vera á leið til Spánar á ný en þá gæti þjálfaralaust lið tekið við honum. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Andoni Iraola, þjálfari Rayo Vallecano á Spáni vill ekki sjá framherjann Diego Costa hjá félaginu. Forseti félagsins vill fá hann til liðsins en Iraola hefur hótað að hætta ef verður af skiptunum. Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira