Sjáðu þegar Ísak áttaði sig á því hverjum hann myndi mæta í Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 21:15 Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt hissa þegar hann áttaði sig á því að hann og félagar hans í FCK myndu mæta stórliðum á borð við Manchester City og Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Youtube/FC Köbenhavn Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður danska liðsins FCK, fylgdist að sjálfsögðu vel með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Dönsku meistararnir voru í pottinum í fyrsta skipti í sex ár og mæta meðal annars Englandsmeisturum Manchester City. Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu. FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta. Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022 Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum. „Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak. „Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“ „Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=CBT84CDnqQ0">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu. FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta. Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022 Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum. „Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak. „Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“ „Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=CBT84CDnqQ0">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira