Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Atli Arason skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Riqui Puig í leik með Barcelona á síðasta leiktímabili. Getty Images Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu. Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30