„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 15:30 Weston McKennie fékk ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu í gærkvöld. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins. 2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira