Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:33 Bæjarar í bölvuðu basli. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira