Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 14:25 Reynir Grétarsson er velgjörðarmaðurinn sem var óþekktur fyrir skömmu. Hér tekur hann í spaðann á Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, varaformanni Samtakanna '78. Samtökin '78 Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar. Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar.
Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira