Báðir voru þeir í byrjunaliðum sinna liða í kvöld og léku allan leikinn. Alex Þór lék á miðri miðjunni hjá Öster á meðan Böðvar var á sínum stað í vinstri bakverði hjá Trelleborg.
Alex Þór og félagar hans í Öster hefðu með sigri lyft sér upp að hlið Brommapojkarna sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Öster situr hins vegar í fjórða sæti sænsku B-deildarinnar með 30 stig eftir 18 leiki, tveimur stigum frá þriðja sætinu sem gefur sæti í umspili.
Böðvar og félagar hans sitja hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig.