Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 12:01 Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í fyrsta upphitunarþátt eftir EM-hléið. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira