Þó Bæjarar hafi misst sinn helsta markaskorara úr sínum röðum í sumar virðast þeir ekki sjá fram á mikil vandræði í sóknarleiknum á komandi leiktíð þar sem staðan í hálfleik var orðin 0-3 fyrir Þýskalandsmeisturunum.
Jamal Musiala, Sadio Mane og Benjamin Pavard sáu um markaskorun í fyrri hálfleik en fljótlega í síðari hálfleik minnkaði Marcel Halstenberg muninn fyrir Leipzig.
1-3 varð að 1-4 þegar Serge Gnabry skoraði á 66.mínútu og héldu þá flestir að úrslitin væru ráðin.
Leipzig voru hins vegar ekki hættir og náðu að minnka muninn í 3-4 með mörkum frá Christopher Nkunku (víti) og Dani Olmo. Þeir gerðu allt til að jafna leikinn en tókst ekki og í staðinn innsiglaði Leroy Sane 3-5 sigur Bayern Munchen þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.