Hannes tók við liðinu í vor eftir að hafa áður þjálfað Deisendorfen sem hann kom upp úr sjöttu deild í þá fimmtu.
Eftir sigur í fyrsta leik og jafntefli í öðrum þá beið Burghausen síns fyrsta ósigurs í deildinni undir hans stjórn í dag.
Andreas Junger og Jim-Patrick Muller skoruðu mörk Vilzing í 2-0 sigri en Vilzing hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa.