Neville telur það stríða gegn reglum alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, að Barcelona sé að kaupa leikmenn dýrum dómum á meðan þeir skulda leikmönnum sínum laun.
Hvetur Neville því Frenkie de Jong að leita til alþjóðlegu leikmannasamtakanna, FIFPRO, til þess að gæta réttar síns. Frenkie de Jong hefur verið orðaður við Manchester United, fyrrverandi félag Neville, í allt sumar en ógreidd laun hollenska landsliðsmannsins flækja þau mögulegu félagaskipti.
De Jong should consider legal action v Barcelona and all players should be behind him!A club spending fortunes on new players whilst not paying the ones they have under contract their full money is immoral and a breach. @FIFPRO should be all over bullying like this and stop it.
— Gary Neville (@GNev2) July 25, 2022
Þrátt fyrir að vera í fjárhagslegum erfiðleikum hefur Barcelona fest kaup á Raphinha og Robert Lewandowski og fengið Andreas Christensen og Franck Kessie til liðs við sig á frjálsri sölu.
Þá er félagið í viðræðum við Sevilla um kaup á franska landsliðsmanninum Jules Kounde.
Barcelona hefur eytt 103 milljónum evra í leikmenn í sumar en einungis Arsenal, Manchester City, Bayern München og Leeds United hafa eytt meiru.
Til þess að fjármagna þessi kaup og minnka skuldahala sinn hefur Barcelona bæði tekið bankalán og selt fjórðung af framtíðar sjónvarpstekjum sínum.