Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 20:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins, segir baráttunni ekki lokið. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins. Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira