Guðlaugur Victor er 31 árs miðjumaður og hefur verið á mála hjá Schalke 04 síðan í maí á síðasta ári. Hann gengdi lykilhlutverki í liðinu og bar fyrirliðabandið stóran hluta tímabils, en Schalke vann sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á ný í vor.
Þar áður lék Guðlaugur með Darmstadt, en hann er uppalinn hjá Fjölni. Hann hefur einnig leikið með liðum á borð við Fylki, AGF og Esbjerg í Danmörku og NEC Nijmegen í Hollandi. Þá var miðjumaðurinn keyptur til Liverpool árið 2009 eftir að hafa gert það gott á reynslu hjá félaginu. Hann á einnig að baki 29 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Guðlaugur ætti líka að kannast ágætlega við sig í Bandaríkjunum, en hann lék eitt tímabil með New York Red Bulls í MLS-deildinni.
Fótbolti.net er ekki eini miðillin sem greinr frá mögulegum vistaskiptum Guðlaugs, en þýski miðillinn Sport1.de gerir það einnig.