Sky Sports greinir frá því að Dormtund hafi verið boðið að semja við Luis Suarez sem skammtímalausn á meðan Haller er frá. Suarez er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid í sumar en Suarez hefur einnig leikið með Barcelona og Liverpool á sínum ferli.
Surarez skoraði 13 mörk í 45 leikjum á síðustu leiktíð en gæti reynst góð lausn fyrir Dortmund sem hefur ekki úr miklu að velja í fremstu viglínu eftir að Haller datt út.
Sem sakir standa er Dortmund aðeins með þrjá framherja í leikmannahóp sínum, hinn 23 ára Donyell Malen, Karim Adeyemi sem er 20 ára og Youssoufa Moukoko sem er aðeins 17 ára gamall. Áttu þeir allir að vera á eftir Haller í goggunarröðinni.
Luis Suarez has reportedly been offered to Borussia Dortmund as short-term cover for Sebastien Haller, according to @SkySportNews 🇩🇪 pic.twitter.com/vAaz6O8Wjn
— LiveScore (@livescore) July 20, 2022