W-in seldust upp hjá Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 07:29 Robert Lewandowski tók þátt í upphitun fyrir leikinn við Inter Miami í Flórída í nótt. Getty/Michael Reaves Robert Lewandowski var á staðnum en spilaði þó ekki þegar Barcelona vann Inter Miami 6-0 í fyrsta vináttuleik sínum á undirbúningstímabilinu. Hann virðist afar vinsæll sem nýjasta stjarna Börsunga. Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira