De Jong í æfingahóp sem fór til Miami | Fimm leikmenn ásamt knattspyrnustjóranum Xavi eftir í Barcelona Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 16:00 Frenkie de Jong gæti leikið með Barcelona á næsta tímabili þrátt fyrir sögusagnir um annað. Getty Images Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, fór með liðinu á undirbúningstímabil þeirra í Bandaríkjunum. Telja einhverjir þetta vera vísbendingu að hann muni þá ekki yfirgefa Barcelona fyrir Manchester United eftir allt saman. Knattspyrnustjórinn Xavi varð hins vegar eftir í Katalóníu. Xavi fær ekki að fara til Bandaríkjana.EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár. Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki. Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni. Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum. Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil. Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza. Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB▫️ Martin Braithwaite▫️ Oscar Mingueza▫️ Samuel Umtiti▫️ Riqui Puig▫️ NetoBarça want them to leave as soon as possible.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022 𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Xavi fær ekki að fara til Bandaríkjana.EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár. Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki. Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni. Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum. Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil. Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza. Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB▫️ Martin Braithwaite▫️ Oscar Mingueza▫️ Samuel Umtiti▫️ Riqui Puig▫️ NetoBarça want them to leave as soon as possible.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022 𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30
Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31
Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01
Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15