„Við lokum á nýnasista og rasista“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 11:56 1984 hýsir fjölda vefsíða, á Íslandi sem og erlendis. 1984.is Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira