Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 17:01 Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst. Adam Davy/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31