Bayern hefur áhuga á Kane en Tottenham telur hann ósnertanlegan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júlí 2022 14:31 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane, stjörnuframherja Tottenham, í sínar raðir ef Robert Lewandowski yfirgefur þýsku meistarana. Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira