Segja ólíklegt að ríkisstjórnin geti leitt nauðsynlega orkuöflun Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2022 20:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson, formaður og varaformaður Viðreisnar. Forsvarsmenn Viðreisnar segja ólíklegt að núverandi ríkisstjórn geti haft forystu um þá orkuöflun sem þörf er talin á til að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040. Umhverfis, orku og loftslagsráðherra þurfi að gera nánari grein fyrir orkuöflunaráformum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Daða má Kristóferssyni, formanni og varaformanni Viðreisnar. Vísa þau til þess að samkvæmt grænni skýrslu ríkisstjórnarinnar frá því í mars þurfi að auka orkuframleiðslu um hundrað megavött á hverju árin næstu tvo áratugina, standi til að ná áðurnefndu markmiði ásamt öðrum um hagvöxt með grænni iðnbyltingu. Þorgerður og Daði sendu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, bréf fyrr í vikunni og lögðu til að ráðherrann beitti sér fyrir skipun spretthóps til að undirbúa frumvarp til laga um auðlindagjald vegna vindorkuvera sem hægt væri að afgreiða á Alþingi í haust. Í bréfi þeirra til forsætisráðherra vísuðu þau til ræðu Katrínar sem hún flutti þann 17. júní en þar sagði Katrín þörf á að marka ramma utan um það hvernig arðurinn af vindorku rynni til samfélagsins. Þorgerður og Daði sögðust telja breiða sátt um slíka auðlindagjaldtöku og mikilvægt væri að vinna við lagafrumvarp um það kæmi ekki niður á öðrum mikilvægum ákvörðunum, sem þegar hafi dregist of lengi. Katrín svaraði bréfinu en Þorgerður og Daði eru ekki sátt við svarið og segja það valda verulegum vonbrigðum. „Nauðsynlegt er að umhverfis,-orku og loftslagsráðherra geri nánari grein fyrir orkuöflunaráformum með tímasettri áætlun um það hvernig afla eigi orku vegna orkuskipta og grænna markmiða í atvinnuuppbyggingu þannig að tryggja megi nægjanlegan hagvöxt til þess að unnt verði að verja velferðarkerfið og leysa skuldavanda ríkissjóðs,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu þeirra. Tveir starfshópar myndaðir Í svari Katrínar segir að umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefði tilkynnt nýverið að búið væri að ákveða að skipa starfshóp til að gera tillögur um sérstök lög um nýtingu vindorku og hvernig megi ná markmiðum ríkisstjórnarinnar varðandi það að leggja áherslu á að vindorkuver byggist á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og lágmarka umhverfisáhrif. Mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og að tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Þessi starfshópur eigi einnig að finna leiðir til að leysa úr álitaefnum í löggjöf um vindorku. Þau álitaefni snúa meðal annars að skipulags- og leyfisveitingarferli vindorkuverka á viðkvæmum svæðum, hvernig ná eigi sem breiðastri sátt um vindorkuver, mögulega forgangsröðun virkjanarkosta og mögulegri gjaldtöku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og eiga í samráði við hagaðila, ráðuneyti og stofnanir sem við á. Katrín vísaði einnig til þess að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefði einnig tilkynnt að stofna ætti annan starfshóp sem ætti að vinna samantekt um nýtingu vinds á hafi í lögsögu Íslands. Nýta eigi þá samantekt til undirbúnings stefnumörkunar stjórnvalda sem lið í gerð uppfærðrar orkuskiptaætlunar. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir „Það er pólitísk nálykt af þessu“ Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. 8. júlí 2022 07:01 „Við verðum að gera betur“ Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. 5. júlí 2022 20:01 Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Daða má Kristóferssyni, formanni og varaformanni Viðreisnar. Vísa þau til þess að samkvæmt grænni skýrslu ríkisstjórnarinnar frá því í mars þurfi að auka orkuframleiðslu um hundrað megavött á hverju árin næstu tvo áratugina, standi til að ná áðurnefndu markmiði ásamt öðrum um hagvöxt með grænni iðnbyltingu. Þorgerður og Daði sendu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, bréf fyrr í vikunni og lögðu til að ráðherrann beitti sér fyrir skipun spretthóps til að undirbúa frumvarp til laga um auðlindagjald vegna vindorkuvera sem hægt væri að afgreiða á Alþingi í haust. Í bréfi þeirra til forsætisráðherra vísuðu þau til ræðu Katrínar sem hún flutti þann 17. júní en þar sagði Katrín þörf á að marka ramma utan um það hvernig arðurinn af vindorku rynni til samfélagsins. Þorgerður og Daði sögðust telja breiða sátt um slíka auðlindagjaldtöku og mikilvægt væri að vinna við lagafrumvarp um það kæmi ekki niður á öðrum mikilvægum ákvörðunum, sem þegar hafi dregist of lengi. Katrín svaraði bréfinu en Þorgerður og Daði eru ekki sátt við svarið og segja það valda verulegum vonbrigðum. „Nauðsynlegt er að umhverfis,-orku og loftslagsráðherra geri nánari grein fyrir orkuöflunaráformum með tímasettri áætlun um það hvernig afla eigi orku vegna orkuskipta og grænna markmiða í atvinnuuppbyggingu þannig að tryggja megi nægjanlegan hagvöxt til þess að unnt verði að verja velferðarkerfið og leysa skuldavanda ríkissjóðs,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu þeirra. Tveir starfshópar myndaðir Í svari Katrínar segir að umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefði tilkynnt nýverið að búið væri að ákveða að skipa starfshóp til að gera tillögur um sérstök lög um nýtingu vindorku og hvernig megi ná markmiðum ríkisstjórnarinnar varðandi það að leggja áherslu á að vindorkuver byggist á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og lágmarka umhverfisáhrif. Mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og að tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Þessi starfshópur eigi einnig að finna leiðir til að leysa úr álitaefnum í löggjöf um vindorku. Þau álitaefni snúa meðal annars að skipulags- og leyfisveitingarferli vindorkuverka á viðkvæmum svæðum, hvernig ná eigi sem breiðastri sátt um vindorkuver, mögulega forgangsröðun virkjanarkosta og mögulegri gjaldtöku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og eiga í samráði við hagaðila, ráðuneyti og stofnanir sem við á. Katrín vísaði einnig til þess að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefði einnig tilkynnt að stofna ætti annan starfshóp sem ætti að vinna samantekt um nýtingu vinds á hafi í lögsögu Íslands. Nýta eigi þá samantekt til undirbúnings stefnumörkunar stjórnvalda sem lið í gerð uppfærðrar orkuskiptaætlunar.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir „Það er pólitísk nálykt af þessu“ Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. 8. júlí 2022 07:01 „Við verðum að gera betur“ Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. 5. júlí 2022 20:01 Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
„Það er pólitísk nálykt af þessu“ Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tveggja vindorkuvera, annars vegar í landi Hróðnýjarstaða og hins vegar í Sólheimum. Innviðaráðherra hafði áður synjað sveitarfélögunum um staðfestingu á sambærilegum breytingum vegna þess að þær samræmdust ekki lögum um rammaáætlun en með breyttri skilgreiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verkefnastjóri hjá Landvernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska nálykt af því. 8. júlí 2022 07:01
„Við verðum að gera betur“ Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. 5. júlí 2022 20:01
Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26
Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44
„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55