Nokkur lið hafa verið áhugasöm um að fá hollenska miðjumanninn í sínar raðir og þar hefur Manchester United sýnt De Jong hvað mestan áhuga.
Fyrir nokkrum dögum leit út fyrir að liðin væru að nálgast samkomulag um kaupin á De Jong, en nýjustu ummæli forseta Barcelona benda þó til þess að leikmaðurinn sé ekki að fara fet.
„Frenkie de Jong er leikmaður Barcelona. Við viljum ekki selja hann nema við höfum engra annarra kosta völ,“ sagði Laporta í dag.
„Við vitum vel af áhuga frá öðrum liðum, en við viljum ekki selja hann.“
🎙️🚨| Joan Laporta: “Frenkie de Jong is a Barça player. He is NOT for sale and we do NOT want to sell him.” #fcblive pic.twitter.com/5DWOhQXOuM
— BarçaTimes (@BarcaTimes) July 6, 2022
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Laporta segir að De Jong sé ekki til sölu, en fyrr í þessari viku hélt hann svipaða ræðu um leikmanninn.
„Það eru nokkur lið sem vilja hann, ekki bara United. Við ætlum okkur ekki að selja hann og hann vill vera hér áfram.“
„Allir sérfræðingarnir telja Frenkie vera einn besta miðjumann heims og við erum ánægð að hafa hann hjá okkar félagi.“
„Ég mun gera allt sem í mímu valdi stendur svo að Frenkie verði áfram hjá okkur. En það eru smá vandamál í kringum launin og það er eitthvað sem þarf að aðlaga.“