Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 10:27 Sveitarfélög landsins hafa mikinn fjölda fólks í vinnu. Ekki liggur fyrir hvort það orsaki fjárhagsvanda margra þeirra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ. Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ.
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira