Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015.
Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð.
Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn
— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022
Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi.
„Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min.
„Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son.
.@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany
— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022
Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT
Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu.
„Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son.
Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi.