Fyrir leik voru liðin í fjórða og fimmta sæti Allsvenskunar en með sigrinum skaut Djurgården sér upp í efsta sæti. Það var Gustav Wikheim sem skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu.
Djurgården jafnaði með sigrinum Håcken og AIK að stigum með 24 stig á toppi deildarinnar en Häckenmun leika síðar í dag við Elfsborg. Häcken á tvo leiki til góða á Djurgården og því ekki ólíklegt að Häcken komist í efsta sæti fyrr en síðar.