„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. júlí 2022 12:33 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir rétt að þingmenn fylgi sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar. Vísir/Vilhelm Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala. Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins þurfa æðstu embættismenn landsins að endurgreiða ofgreidd laun síðastliðinna þriggja ára en um 260 einstaklingar þurfa alls að endurgreiða 105 milljónir króna. Formaður Dómarafélagsins mótmælti ákvörðuninni harðlega í gær og sagði dómara munu leita réttar síns. Það væri ámælisvert að hægt sé að lækka laun dómara eftir því sem virtist geðþótta. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist aftur á móti fagna því að laun þingmanna séu lækkuð, enda hafi það verið baráttumál um nokkuð skeið. Hann dregur þó í efa útreikninginn að þessu sinni. „Við erum búin að vera spyrja um þetta nokkuð á undanförnum árum og þessi útskýring um að það hafi verið notuð röng vísitala kemur ekkert heim og saman við hvernig málið er búið að þróast,“ segir Björn Leví. Þá hafi ekkert bent til þess áður að röng vísitala hafi verið notuð, þingið hafi fengið þau svör að farið væri eftir lögum við ákvörðun launa og rétt vísitala notuð. Sjálfur mun hann krefjast frekari svara um hvernig það kom til að mistök sem þessi voru gerð. „Þetta er eitthvað sem á að vera í lagi og þegar það koma upp svona mistök þá klórar maður sér í hausnum og vill skilja af hverju þau mistök voru gerð til þess að koma í veg fyrir sömu mistök aftur,“ segir Björn Leví. Þingmenn eigi að sæta sömu reglum og aðrir þjóðfélagshópar Fjársýsla ríkisins gaf ekki kost á viðtali í gær og benti þess í stað á tilkynningu á vef fjársýslunnar, sem og á fjármála og efnahagsráðuneytið. Ekki náðist í neinn hjá ráðuneytinu þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Þá hefur ekki náðst í fjármálaráðherra en í færslu á samfélagsmiðlum í gær sagði hann málið einfalt, launin sem voru útgreidd hafi verið hærri en þau sem greiða átti samkvæmt lögum. Það væri óþolandi að þetta hafi gerst en að við því verði að bregðast og sagði hann málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman. Tekist hefur verið á um hvort hægt sé að krefjast endurgreiðslu þegar launþegar standa í góðri trú um að útreikningurinn hafi verið réttur. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þau rök. „Það hefur ekki gilt fyrir aðra þjóðfélagshópa, ef að aðrir hópar fá ofgreitt þá þarf að borga til baka. Það gildir að sjálfsögðu það sama um okkur og æðstu ráðamenn,“ segir Helga Vala. Hún gagnrýnir að vissu leiti að embættismenn hafi ekki fengið frekari upplýsingar um ákvörðunina, sjálf frétti hún af málinu í fjölmiðlum og hafði ekki fengið frekari útskýringar í morgun. Hún treystir því þó að rétt sé rétt og mun ekki fara sérstaklega fram á skýringar sjálf. „Ég treysti því bara að við fáum nánari skýringu á þessu og mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt,“ segir Helga Vala.
Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27 Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Dómarar ósáttir Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. 1. júlí 2022 14:27
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34