Antonio Conte hefur heldur betur styrkt lið sitt það sem af er sumri. Hinn risastóri Fraser Forster kom á frjálsri sölu frá Southampton en hann á að veita Hugo Lloris samkeppni milli stanganna.
Króatinn fjölhæfi Ivan Perišić kom frá Inter Milan, einnig á frjálsri sölu. Hann mun að öllum líkindum leika í stöðu vinstri vængbakvarðar en getur einnig leikið hægra megin sem og ofar á vellinum.
Akkerið Yves Bissouma kom frá Brighton & Hove Albion en hann leikur í stöðu djúps miðjumanns og þá var brasilíski framherjinn Richarlison keyptur frá Everton.
Conte er þó hvergi nærri hættur og virðist sem fimmti leikmaðurinn sé á leiðinni. Það er hinn 27 ára gamli miðvörður Lenglet sem hefur leikið með Barcelona á Spáni frá árinu 2018. Þar áður lék hann með Sevilla á Spáni og Nancy í heimalandinu.
Hann á að baki 15 A-landsleiki fyrir Frakkland en hefur ekki verið inn í myndinni hjá Börsungum að undanförnu.
Tottenham have now reached full agreement with Clément Lenglet on personal terms. He s happy to join Spurs with Antonio Conte pushing to have him. #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2022
Tottenham and Barcelona are still in direct contact to resolve final details of the loan deal, then here we go, soon. pic.twitter.com/CEGCXfltUd
Hvort hann komi á láni eða verði keyptur kemur í ljós á næstu dögum en það virðist nær staðfest að Lenglet verði leikmaður Tottenham áður en langt um líður.