Kara hvetur fólk til að gera betur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júlí 2022 12:31 Kara hvetur fylgjendur sína til þess að gera betur. Aðsent/Skjáskot Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum. Umfjöllunina kallar Kara „Gerum betur“ en hún segir kveikjuna að umræðuefninu hafa verið uppsafnaðan pirring gagnvart auglýsingum áhrifavalda og neysluhegðun fólks. Viðbrögð fylgjenda Köru við umfjölluninni voru mikil og komu henni á óvart, fór hún þá á fullt í að lesa sér til um efnið, áhuginn væri greinilega til staðar. Skjáskot af hluta af umræðu á Instagram hjá Köru.Skjáskot „Það eru bara ótrúlega margir greinilega sem vilja vita meira um fast fashion og þannig fór ég sjálf bara að setja saman allskonar um það. Ég er líka bara fín í því, ég er búin að vera að pæla í þessu frekar lengi,“ segir Kara. Hún segist leggja mikið á sig til þess að miðla trúverðugum upplýsingum og segir fólk vera þakklátt fyrir að hún sé að nýta sér sinn miðil. Rannsóknarvinnan geti þó verið ansi niðurdrepandi en hún hafi til dæmis lesið heilu skýrslurnar frá Evrópusambandinu til þess að skyggnast á bakvið tjöldin þegar kemur að framleiðsluferli fatnaðar. „Þessi offramleiðsla fer bara úr böndunum við ömurlegar aðstæður, ofbeldi og barnaþrælkun og engin mannréttindi.“ Notaði höfuðbuff sem pils Kara segir umhverfisvænni hugsunarhátt gagnvart fatakaupum hafa fylgt sér í gegnum árin. Hún segist alltaf hafa verið vandfýsin hvað varðar fataval. „Hef einhvern veginn þróað það með mér að kaupa bara það sem að ég veit að mig langar í. Ég er búin að vera í einhver tíu ár að svona hægt og rólega bara byggja upp minn eigin tímalausa fataskáp, með fötum sem endast og passa við allt og ég get sett ótrúlega mikið af outfitum úr fáum flíkum,“ segir Kara. Kara í úlpuni sem hún fékk að láni áður en hún fjárfesti í sinni eigin.Aðsent Kara leggur áherslu á að fá hluti lánaða til þess að athuga hvort þér líkar flík áður en þú fjárfestir í slíkri en veturinn 2019 til 2020 segist hún hafa fengið lánaða 66° norður úlpu frá pabba vinkonu sinnar. „Einhver svona úlpa sem hann átti í bílskúrnum og ég fékk að hafa hana í einn vetur, eftir það þá keypti ég mína eigin þannig og kannski er ég að fara að lána einhverjum vinum sonar míns þessa úlpu eftir tuttugu ár.“ Kara hvetur fólk til að hugsa sig nokkrum sinnum um þegar það kemur blettur eða gat í flík. Henda flíkinni ekki, sé mögulegt að laga hana og ef til vill nota á annan hátt en upprunalega var ætlað. „Þú þarft ekkert að nota bol sem bol, þú getur alveg notað bol sem pils.“ Hún nefnir sem dæmi að hún hafi notað höfuðbuff sem pils. Fimmtíu ára skírnarkjóll saumaður úr gardínum Samkvæmt Köru er það ekki bara hún sem hugsar svona í fjölskyldunni. Hún segir ömmu sína ekki hafa haft mikið á milli handanna og þegar hafi komið að því að skíra móður Köru hafi amma hennar ekki átt mikinn pening fyrir efni í skírnarkjólinn. Hún hafi þá gripið til þess að sauma skírnarkjól úr gardínuefni þar sem það var mikið ódýrara. Kjóllinn er í dag orðinn fimmtíu ára gamall og hefur hann verið notaður af mörgum fjölskyldumeðlimum þar á meðal Köru og syni hennar. Kara hvetur fólk til að hugsa almennt meira um tískuiðnaðinn og áhrif hans á umhverfið og gera sig grein fyrir því að þó hlutur sé ódýr þá sé það alltaf einhver annar sem borgi fyrir lágan kostnað. Hvort sem það sé náttúran eða einstaklingarnir sem að framleiði fötin. Til hægri, amma Köru með móður hennar í skírnarkjólnum. Niðri, til vinstri, Móðir Köru með Köru í skírnarkjólnum. Uppi, til vinstri, Kara að skíra son sinn í sama skírnarkjól.Aðsent Kara er dugleg að birta myndir af sér í sömu fötunum á samfélagsmiðlum en hún segir að enginn geri athugasemd við það og hún eyði mjög litlum pening í föt. Hvað varðar almenn ráð til þess að kaupa minna af óþarfa fatnaði segir hún: „Ég kaupi ekkert nema ég geti akkúrat „on the spot“ ímyndað mér þrjú mismunandi „scenarios“ og „outfit“ sem ég get notað þessa flík í.“ Hún bætir við að ef þú getir ekki ímyndað þér einhver þrjú „scenarios“ þá eigi maður ekki að kaupa flíkina. Tók sex ár að finna hinn fullkomna leðurjakka Vandfýsni Köru hvað varðar fatakaup kom skýrt fram þegar hana langaði í leðurjakka en hún segir það hafa tekið hana sex ár að finna hinn fullkomna jakka. „Í millitíðinni var ég alltaf að fá leðurjakka í láni frá vinum mínum og eitthvað og alltaf að fara á djammið í einhverjum leðurjökkum sem ég átti aldrei en ég var alltaf svona að leita að þeim leðurjakka sem mig langaði í en ég fann hann aldrei þangað til þarna í Englandi með vinkonu minni.“ Kara í leðurjakkanum sem tók hana sex ár að finna.Aðsent Hún segist fegin að hafa ekki gefist upp á leitinni þangað til hún fann þann eina rétta og segist ætla að eiga jakkann mjög lengi. Þegar Kara er spurð að því hverjar hún myndi óska sér að afleiðingar fræðslunnar og umræðunnar yrðu segist hún vilja „að fólk hugsi sig tvisvar ef ekki þrisvar eða fjórum sinnum um áður en að það kaupir eitthvað bara af því að það er ódýrt eða flott.“ Við getum öll gert betur í þessu,“ segir Kara. Fylgjast má með Köru og umfjöllunum hennar á Instagram, þar sýnir hún meðal annars allskonar leiðir til þess að endurnýta fatnað, til dæmis til listsköpunar. Notendanafnið Köru á Instagram er @karafknkristel Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira
Umfjöllunina kallar Kara „Gerum betur“ en hún segir kveikjuna að umræðuefninu hafa verið uppsafnaðan pirring gagnvart auglýsingum áhrifavalda og neysluhegðun fólks. Viðbrögð fylgjenda Köru við umfjölluninni voru mikil og komu henni á óvart, fór hún þá á fullt í að lesa sér til um efnið, áhuginn væri greinilega til staðar. Skjáskot af hluta af umræðu á Instagram hjá Köru.Skjáskot „Það eru bara ótrúlega margir greinilega sem vilja vita meira um fast fashion og þannig fór ég sjálf bara að setja saman allskonar um það. Ég er líka bara fín í því, ég er búin að vera að pæla í þessu frekar lengi,“ segir Kara. Hún segist leggja mikið á sig til þess að miðla trúverðugum upplýsingum og segir fólk vera þakklátt fyrir að hún sé að nýta sér sinn miðil. Rannsóknarvinnan geti þó verið ansi niðurdrepandi en hún hafi til dæmis lesið heilu skýrslurnar frá Evrópusambandinu til þess að skyggnast á bakvið tjöldin þegar kemur að framleiðsluferli fatnaðar. „Þessi offramleiðsla fer bara úr böndunum við ömurlegar aðstæður, ofbeldi og barnaþrælkun og engin mannréttindi.“ Notaði höfuðbuff sem pils Kara segir umhverfisvænni hugsunarhátt gagnvart fatakaupum hafa fylgt sér í gegnum árin. Hún segist alltaf hafa verið vandfýsin hvað varðar fataval. „Hef einhvern veginn þróað það með mér að kaupa bara það sem að ég veit að mig langar í. Ég er búin að vera í einhver tíu ár að svona hægt og rólega bara byggja upp minn eigin tímalausa fataskáp, með fötum sem endast og passa við allt og ég get sett ótrúlega mikið af outfitum úr fáum flíkum,“ segir Kara. Kara í úlpuni sem hún fékk að láni áður en hún fjárfesti í sinni eigin.Aðsent Kara leggur áherslu á að fá hluti lánaða til þess að athuga hvort þér líkar flík áður en þú fjárfestir í slíkri en veturinn 2019 til 2020 segist hún hafa fengið lánaða 66° norður úlpu frá pabba vinkonu sinnar. „Einhver svona úlpa sem hann átti í bílskúrnum og ég fékk að hafa hana í einn vetur, eftir það þá keypti ég mína eigin þannig og kannski er ég að fara að lána einhverjum vinum sonar míns þessa úlpu eftir tuttugu ár.“ Kara hvetur fólk til að hugsa sig nokkrum sinnum um þegar það kemur blettur eða gat í flík. Henda flíkinni ekki, sé mögulegt að laga hana og ef til vill nota á annan hátt en upprunalega var ætlað. „Þú þarft ekkert að nota bol sem bol, þú getur alveg notað bol sem pils.“ Hún nefnir sem dæmi að hún hafi notað höfuðbuff sem pils. Fimmtíu ára skírnarkjóll saumaður úr gardínum Samkvæmt Köru er það ekki bara hún sem hugsar svona í fjölskyldunni. Hún segir ömmu sína ekki hafa haft mikið á milli handanna og þegar hafi komið að því að skíra móður Köru hafi amma hennar ekki átt mikinn pening fyrir efni í skírnarkjólinn. Hún hafi þá gripið til þess að sauma skírnarkjól úr gardínuefni þar sem það var mikið ódýrara. Kjóllinn er í dag orðinn fimmtíu ára gamall og hefur hann verið notaður af mörgum fjölskyldumeðlimum þar á meðal Köru og syni hennar. Kara hvetur fólk til að hugsa almennt meira um tískuiðnaðinn og áhrif hans á umhverfið og gera sig grein fyrir því að þó hlutur sé ódýr þá sé það alltaf einhver annar sem borgi fyrir lágan kostnað. Hvort sem það sé náttúran eða einstaklingarnir sem að framleiði fötin. Til hægri, amma Köru með móður hennar í skírnarkjólnum. Niðri, til vinstri, Móðir Köru með Köru í skírnarkjólnum. Uppi, til vinstri, Kara að skíra son sinn í sama skírnarkjól.Aðsent Kara er dugleg að birta myndir af sér í sömu fötunum á samfélagsmiðlum en hún segir að enginn geri athugasemd við það og hún eyði mjög litlum pening í föt. Hvað varðar almenn ráð til þess að kaupa minna af óþarfa fatnaði segir hún: „Ég kaupi ekkert nema ég geti akkúrat „on the spot“ ímyndað mér þrjú mismunandi „scenarios“ og „outfit“ sem ég get notað þessa flík í.“ Hún bætir við að ef þú getir ekki ímyndað þér einhver þrjú „scenarios“ þá eigi maður ekki að kaupa flíkina. Tók sex ár að finna hinn fullkomna leðurjakka Vandfýsni Köru hvað varðar fatakaup kom skýrt fram þegar hana langaði í leðurjakka en hún segir það hafa tekið hana sex ár að finna hinn fullkomna jakka. „Í millitíðinni var ég alltaf að fá leðurjakka í láni frá vinum mínum og eitthvað og alltaf að fara á djammið í einhverjum leðurjökkum sem ég átti aldrei en ég var alltaf svona að leita að þeim leðurjakka sem mig langaði í en ég fann hann aldrei þangað til þarna í Englandi með vinkonu minni.“ Kara í leðurjakkanum sem tók hana sex ár að finna.Aðsent Hún segist fegin að hafa ekki gefist upp á leitinni þangað til hún fann þann eina rétta og segist ætla að eiga jakkann mjög lengi. Þegar Kara er spurð að því hverjar hún myndi óska sér að afleiðingar fræðslunnar og umræðunnar yrðu segist hún vilja „að fólk hugsi sig tvisvar ef ekki þrisvar eða fjórum sinnum um áður en að það kaupir eitthvað bara af því að það er ódýrt eða flott.“ Við getum öll gert betur í þessu,“ segir Kara. Fylgjast má með Köru og umfjöllunum hennar á Instagram, þar sýnir hún meðal annars allskonar leiðir til þess að endurnýta fatnað, til dæmis til listsköpunar. Notendanafnið Köru á Instagram er @karafknkristel
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira