Frábær opnun í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2022 09:16 Þröstur Elliðason leigurtaki Jöklu með 87 sm hrygnu við opnun Veiði er hafin í Jöklu en þessi á hefur á síðust árum farið vaxandi og er eftirspurn eftir veiðileyfum í hana eftir því. Einn af flottustu veiðistöðum landsins er í Jöklu en það er Hólaflúð og þessi magnaði veiðistaður gaf vel á fyrsta degi. Lax var að sjá víða í ánni og það sem gladdi veiðimenn er að meirihluta laxsins sem var að veiðast var yfir 80 sm. Alls var sett í 15 laxa og 9 löxum landað þar af komu nokkrir á hitch í Hólaflúð. Þess má geta að allir laxarnir sem var landað komu á hitch nema tveir. "Það er ekki hægt að segja annað en að við séum í skýjunum. Áinn er í 25 rúmmetrum sem er frábært og gerir veiðina sérstaklega skemmtilega. Það er gaman að byrja sumarið í toppvatni" sagði Þröstur Elliðason í samtali Veiðivísi. Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Tilboð á stökum degi í Langá Veiði
Einn af flottustu veiðistöðum landsins er í Jöklu en það er Hólaflúð og þessi magnaði veiðistaður gaf vel á fyrsta degi. Lax var að sjá víða í ánni og það sem gladdi veiðimenn er að meirihluta laxsins sem var að veiðast var yfir 80 sm. Alls var sett í 15 laxa og 9 löxum landað þar af komu nokkrir á hitch í Hólaflúð. Þess má geta að allir laxarnir sem var landað komu á hitch nema tveir. "Það er ekki hægt að segja annað en að við séum í skýjunum. Áinn er í 25 rúmmetrum sem er frábært og gerir veiðina sérstaklega skemmtilega. Það er gaman að byrja sumarið í toppvatni" sagði Þröstur Elliðason í samtali Veiðivísi.
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Tilboð á stökum degi í Langá Veiði