Fótbolti

Alfreð gæti farið aftur til Svíþjóðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Helsingborg fyrir áratug. Hann gæti snúið aftur í sænska boltann.
Alfreð Finnbogason í leik með Helsingborg fyrir áratug. Hann gæti snúið aftur í sænska boltann. getty/Andreas Hillergren

Alfreð Finnbogason gæti verið á leiðinni aftur til Svíþjóðar. Hammarby hefur boðið honum samning.

Samningur Alfreðs við Augsburg rennur út um mánaðarmótin og hann verður þá án félags. Hann hefur verið á mála hjá Augsburg síðan 2016.

Aftonbladet greinir frá því að Hammarby hafi gert Alfreð samningstilboð. Hann þekkir ágætlega til í Svíþjóð en hann lék með Helsingborg 2012 og skoraði þá tólf mörk í sautján deildarleikjum með liðinu.

Alfreð, sem er 33 ára, hefur glímt við meiðsli undanfarin ár og lítið spilað. Hann hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan í nóvember 2020 og kom aðeins við sögu í tólf leikjum með Augsburg á síðasta tímabili.

Hammarby er í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir ellefu leiki. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Häcken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×