Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 09:30 Thibaut Courtois kyssir Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum á Stade de France 28. maí síðastliðinn. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok. Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Thibaut Courtois varði alls níu skot í úrslitaleiknum þar af hvað eftir annað úr dauðafærum. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum úrslitaleik í Meistaradeildinni. Courtois var kátur eftir leik og sagði þá hafa tekið það til sín þegar menn héldu því fram fyrir úrslitaleikinn að hann yrði niðurlægður af sóknarmönnum Liverpool. Þegar á hólminn var komið þá fundu þeir enga leið fram hjá þessum 202 sentimetra markverði. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þetta var í fyrsta sinn sem Courtois vinnur Meistaradeildina en hann tapaði úrslitaleiknum með Atlético Madrid árið 2014. Belginn hafði síðan ekki komist í úrslitaleikinn á fjórum tímabilum með Chelsea eða á fyrstu þremur tímabilum sínum með Real Madrid. Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm árum þegar Courtois kom til liðsins sumarið 2018 en nú náði hann loksins að vinna þennan eftirsótta titil. Courtois fékk ekki aðeins gullmedalíu um hálsinn til að minna sig á þetta eftirminnilega kvöld því í gær greindi hann frá því að hann sé búinn að fá sér nýtt húðflúr. Courtois lét sérhannað húðflúr þar sem má sjá búið að loka markinu með múrsteinum, skammstöfun hans TC1 og loks sjálfan Meistaradeildarbikarinn. Það má sjá þetta húðflúr hans hér fyrir ofan. "Today I needed to win a final for my career, for all the hard work, to put some respect on my name, because I don't think I get enough respect. Especially in England." Put respect on Thibaut Courtois' name @TheDesKelly | #UCLfinal pic.twitter.com/YHhlO5lELZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2022
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Húðflúr Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira