Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2022 07:54 Eva Björg Sigurðardóttir með fyrsta laxinn úr Stóru laxá í sumar. Stóra Laxá verður líklega sú laxveiðiá sem gæti fundið mest fyrir upptöku neta í Ölfusá- Hvítár vatnasavæðinu en veiði er hafin í ánni. Fyrstu laxarnir sáust í síðustu viku á svæði fjögur og þar af voru nokkrir rígvænir. Fyrsti laxinn er þegar kominn á land í ánni sem var að opna og það var Eva Björg Sigurðardóttir sem landaði honum en þetta var 87 sm hængur sem kom á Collie Dog. Nýtt veiðihús og breytt skipulag á veiðisvæðinu tekur við þeim veiðimönnum sem mæta í Stóru Laxá í sumar og núna eru svæði 1-2-3 veidd saman en svæði 4 er ennþá veitt sér. Eftir þessa breytingu væri nær að kalla svæðin sem voru í eina tíð seld í sitthvoru lagi, þó svo að svæði 1-2 hafi lengi verið seld saman, einu nafi og svæði 4 þar sem áin rennur um falleg gljúfur öðru nafni. Nýtt veiðihús hefur verið tekið í notkun á neðra svæðinu og er það sérstaklega glæsilegt og vel búið. Það verður spennandi að fylgjast með Stóru Laxá í sumar. Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Fyrstu laxarnir sáust í síðustu viku á svæði fjögur og þar af voru nokkrir rígvænir. Fyrsti laxinn er þegar kominn á land í ánni sem var að opna og það var Eva Björg Sigurðardóttir sem landaði honum en þetta var 87 sm hængur sem kom á Collie Dog. Nýtt veiðihús og breytt skipulag á veiðisvæðinu tekur við þeim veiðimönnum sem mæta í Stóru Laxá í sumar og núna eru svæði 1-2-3 veidd saman en svæði 4 er ennþá veitt sér. Eftir þessa breytingu væri nær að kalla svæðin sem voru í eina tíð seld í sitthvoru lagi, þó svo að svæði 1-2 hafi lengi verið seld saman, einu nafi og svæði 4 þar sem áin rennur um falleg gljúfur öðru nafni. Nýtt veiðihús hefur verið tekið í notkun á neðra svæðinu og er það sérstaklega glæsilegt og vel búið. Það verður spennandi að fylgjast með Stóru Laxá í sumar.
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði