Fín veiði í heiðarvötnum landsins Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2022 12:56 Flott veiði á Arnarvatnsheiði Silungveiði er eitthvað skemmtilegasta fjölskyldusport sem hægt er að stunda og það er fullt af vötnum um allt land þar sem allir ættu að geta sett í fisk. Við búum svo vel í þessu landi að eiga urmull af heiðarvötnum þar sem veiðin er góð og silungurinn bæði vænn og góður í soðið. Fréttir af Arnarvatnsheiði hafa til að mynda verið mjög góðar og er veiðin búin að vera fín í flestum vötnum þar sem veiðimenn hafa rennt. Þess má gera að ný brú yfir Norðlingafljót gerir það að verkum að nú þarf ekki annað en þokkalegan fjórhjóladrifsbíl til að komast í vötnin sunnanmegin á heiðinni. Veiðin á Skagaheiði hefur að sama skapi verið góð en þar hefur til dæmis verið frábær veiði í Ölvisvatni. Nokkrir hópar sem Veiðivísir hefur heyrt frá hafa verið með 150-200 fiska eftir tvo daga á fjórar til sex stangir. Það er erfitt að toppa svoleiðis veiðiveislu. Núna næstu tvær til þrjár vikur er langsamlega besti tíminn á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði svo það er um að gera fyrir þau sem eru komin í sumarfrí að gera sér ferð í þessu fallegu heiðarvötn. Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði
Við búum svo vel í þessu landi að eiga urmull af heiðarvötnum þar sem veiðin er góð og silungurinn bæði vænn og góður í soðið. Fréttir af Arnarvatnsheiði hafa til að mynda verið mjög góðar og er veiðin búin að vera fín í flestum vötnum þar sem veiðimenn hafa rennt. Þess má gera að ný brú yfir Norðlingafljót gerir það að verkum að nú þarf ekki annað en þokkalegan fjórhjóladrifsbíl til að komast í vötnin sunnanmegin á heiðinni. Veiðin á Skagaheiði hefur að sama skapi verið góð en þar hefur til dæmis verið frábær veiði í Ölvisvatni. Nokkrir hópar sem Veiðivísir hefur heyrt frá hafa verið með 150-200 fiska eftir tvo daga á fjórar til sex stangir. Það er erfitt að toppa svoleiðis veiðiveislu. Núna næstu tvær til þrjár vikur er langsamlega besti tíminn á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði svo það er um að gera fyrir þau sem eru komin í sumarfrí að gera sér ferð í þessu fallegu heiðarvötn.
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði