Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2022 19:20 Mætti halda að seðlabankastjóri horfi til himins í bæn um lækkun verðbólgu en hann rökstuddi skarpar hækkanir Seðlabankans á meginvöxtum á fundi í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“