Pablo Punyed: Betri á pappír en allt getur gerst í fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. júní 2022 21:48 Pablo Punyed fagnar einu marka Víkings í leiknum með liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Víkingur kjöldróg Levadia frá Tallinn í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Pablo Punyed stjórnaði miðjunni og leik sinna manna af einstakri list, lagði upp tvö mörk og var einn af mönnum leiksins. Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira