Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 14:30 Börsungar vilja ólmir halda franska vængmanninn. David S. Bustamante/Getty Images Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira