Segir að Alfons og Jón Dagur gætu verið á leið til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 08:30 Jón Dagur í leik með Íslandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted séu undir smásjánni hjá þýska félaginu Hamburger SV. Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira