LaLiga í hart | Samningar Mbappe og Messi í hættu Atli Arason skrifar 18. júní 2022 11:30 Messi og Mbappe gætu verið á förum frá PSG ef áætlanir LaLiga ganga eftir. Getty Images Spænska úrvalsdeildin, LaLiga, ætlar að höfða mál fyrir franska dómstóla vegna samnings Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain. Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira