Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2022 07:30 Javier Tebas, forseti La Liga, er ekki hrifinn af viðskiptaháttum Manchester City og Paris Saint-Germain. Irina R. Hipolito / AFP7 via Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira