60 sm bleikja veiddist við Efri Brú Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2022 08:18 Við heyrum reglulega af vænum bleikjum sem veiðast við Þingvallavatn en minna af veiði í Úlfljótsvatni. Það er nefnilega ekkert síðri veiði þar og meira að segja suma daga er einfaldlega betra að standa við bakkann við Úlfljótsvatn þar sem færri veiðimenn eru við veiðar. Það er mjög fín bleikja í vatninu og inn á milli eins og í flestum Íslenskum vötnum eru stórar bleikjur á sveimi. Við fengum frétt af 60 sm bleikju sem veiddist nýlega við landi Efri Brúar og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og flottur fiskur. Fleiri vænar bleikjur hafa verið að veiðast í vatninu síðustu daga en við höfum frétt af einum ágætum veiðimanni sem fékk 52, 55 og 58 sm bleikjur, allar á sama morgninum og á sölu fluguna. Veiðileyfin við Efri Brú eru seld hjá Fish Parnter en síðan er hluti Úlfljótsvatns inn í Veiðikortinu. Stangveiði Mest lesið Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði
Það er nefnilega ekkert síðri veiði þar og meira að segja suma daga er einfaldlega betra að standa við bakkann við Úlfljótsvatn þar sem færri veiðimenn eru við veiðar. Það er mjög fín bleikja í vatninu og inn á milli eins og í flestum Íslenskum vötnum eru stórar bleikjur á sveimi. Við fengum frétt af 60 sm bleikju sem veiddist nýlega við landi Efri Brúar og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og flottur fiskur. Fleiri vænar bleikjur hafa verið að veiðast í vatninu síðustu daga en við höfum frétt af einum ágætum veiðimanni sem fékk 52, 55 og 58 sm bleikjur, allar á sama morgninum og á sölu fluguna. Veiðileyfin við Efri Brú eru seld hjá Fish Parnter en síðan er hluti Úlfljótsvatns inn í Veiðikortinu.
Stangveiði Mest lesið Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði