„Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 12:31 Það virðist sem mikil vitundarvakning hafi orðið í Danmörku frá því að Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar. Stuart Franklin/Getty Images Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra. Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Eriksen hneig niður og fór í hjartastopp er Danmörk mætti Finnlandi á Parken í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Eriksen var endurlífgaður á vellinum og við tók um hálfs árs endurhæfing áður en hann sneri aftur á völlinn með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í febrúar. Töluverð fjölgun hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ (d. hjerteløbere) í landinu frá því að atvikið varð. Þeir eru hluti af verkefni sem Trygfonden (Öryggissjóðurinn) stendur að. Fólk sem hefur lokið fyrstu hjálpar námskeiði er þá með smáforrit í símanum sínum sem sendir tilkynningu ef einhver fær hjartaáfall í nágrenninu. Viðkomandi getur þá í mörgum tilfellum brugðist fyrr við en sjúkraliðar. Grethe Thomas, verkefnastýra hjá Trygfonden, segir við Berglinske Tidinde að 700 manns hafi skráð sig helgina sem Eriksen hneig niður. Síðan þá hafi um 500 bæst við vikulega. „Við sáum gríðarlega aukningu skráninga strax eftir að Christian Eriksen hneig niður á Parken, það var mikil eftirspurn eftir því að verða hjartahlaupari,“ segir hún. Tæplega 114 þúsund hjartahlauparar voru skráðir í Danmörku fyrir ári síðan. Sú tala er komin nær 140 þúsund í dag og var aukningin því um rúmlega 25 þúsund, eða 23 prósent á einu ári. „Hjartahlaupararnir eru nauðsynlegir fyrir þá sem fá hjartaáfall, til að auka lífslíkur og lífsgæði. Einfaldlega vegna þess að þeir í næsta nágrenni,“ „Við vitum að lífslíkur falla um tíu prósent fyrir hverja mínútu sem líður,“ segir Thomas. Í Danmörku fá um fimm þúsund manns hjartaáfall utan sjúkrahúsa árlega, eða um 13 manns á dag að meðaltali.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira