Vænar bleikjur að veiðast á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2022 10:00 Bjarki Bóasson með virkilega fallega bleikju úr Þingvallavatni Nú er líklega besti tíminn til að veiða í Þingvallavatni og sífellt fleiri fréttir af vænum bleikjum sem veiðast berast til Veiðivísis. Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn! Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn!
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði