Minna talað á Alþingi í kvöld en oft áður Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2022 13:49 Eldhúsdagsumræður, öðru nafni almennar stjórnmálaumræður, hefjast á Alþingi klukkan 19:35 í kvöld. Vísir Breytt fyrirkomulag verður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld með það að markmiði að stytta umræðurnar. Forseti Alþingis segir til greina koma að breyta einnig fyrirkomulagi á umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á haustþingi og svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi á vorin hafa verið fastir liðir og í föstum skorðum eins lengi og elstu menn muna. Í báðum tilvikum hafa verið þrjár umferðir í umræðunum þar sem fulltrúar allra flokka á þingi taka til máls. Eldhúsdagsumræður fara fram klukkan 19:35 í kvöld og í þetta skiptið verða umferðirnar einungis tvær. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafi sýnt áhuga á að stytta umræðuna og einfaldasta leiðin hafi verið að fækka umferðum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafa náð samkomulagi um að fækka umferðum úr þremur í tvær fyrir eldhúsdagsumræðurnar í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það sem hefur auðvitað verið að gerast undanfarin ár er að með fjölgun flokka í þinginu hefur þessi umræða lengst. Það hafa komið upp sjónarmið um að það gæti verið ástæða til að stytta hana. Þá er þetta tilraun til að nálgast það,“ segir Birgir. Umræðan í kvöld verði því um tvær klukkustundir en fyrri umræður hafi farið upp í allt að tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Þingflokksformenn séu síðan sammála um að ræða fyrirkomulag bæði eldhúsdagsumræðnanna og umræðna um stefnuræðu forsætisráðherra frekar þótt stefnuræðan væri aðeins fastari í forminu. En um þessar umræður væri alltaf samið fyrir fram á milli þingflokksformanna. „Eitt af því sem hefur stundum verið rætt er hvort hægt væri að nýta þetta svo kallaða andsvara fyrirkomulag sem við notum í öðrum umræðum í þinginu. Þar sem einn eða fleiri þingmenn geta brugðist við orðum ræðumanns með örstuttri athugasemd. Það er kannski aðeins flóknara í framkvæmd. Hins vegar verða svoleiðis umræður oft dálítiðsnarpari og líflegri,“ segir forseti Alþingis. Fjármálaráðherra sýnir marvælaráðherra eitthvað markvert á símanum sínum. Þau tala hvorugt í umræðunum í kvöld.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að strax á eftir eldhúsdagsumræðunum munu ónefndir sérfræðingar fara yfir umræðurnar í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Alþingi. En strangar reglur gilda á Alþingi um að þar megi einungis taka viðtöl við þingmenn og starfsfólk þingsins. „Af praktískum ástæðum þótti rétt að gera þessa undantekningu núna. Það er hins vegar auðvitað eitthvað sem líka verður metið í ljósi reynslunnar.“ Þannig að það kemur þá alveg eins til greina að hleypa fleiri sjónvarpsstöðvum að með slíka dagskrá að loknum eldhúsdegi og stefnuræðu? „Það er auðvitað ekkert útilokað í því,“ segir Birgir Ármannsson. Fyrirkomulag umræðunnar Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Viðreisn og Miðflokkurinn. Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þeirri seinni Jóhann Páll Jóhannsson, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 6. þm. Norðausturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Flokk fólksins tala Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í seinni umferð. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Ingibjörg Isaksen, 1. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Stefán Vagn Stefánsson, 1. þm. Norðvesturkjördæmis, í þeirri seinni. Ræðumenn Pírata eru í fyrri umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, og í seinni umferð Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður. Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Bjarni Jónsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Viðreisn tala í fyrri umferð Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri seinni Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og í þeirri seinni Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis. Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á haustþingi og svo kallaðar eldhúsdagsumræður á Alþingi á vorin hafa verið fastir liðir og í föstum skorðum eins lengi og elstu menn muna. Í báðum tilvikum hafa verið þrjár umferðir í umræðunum þar sem fulltrúar allra flokka á þingi taka til máls. Eldhúsdagsumræður fara fram klukkan 19:35 í kvöld og í þetta skiptið verða umferðirnar einungis tvær. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafi sýnt áhuga á að stytta umræðuna og einfaldasta leiðin hafi verið að fækka umferðum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir þingflokksformenn hafa náð samkomulagi um að fækka umferðum úr þremur í tvær fyrir eldhúsdagsumræðurnar í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það sem hefur auðvitað verið að gerast undanfarin ár er að með fjölgun flokka í þinginu hefur þessi umræða lengst. Það hafa komið upp sjónarmið um að það gæti verið ástæða til að stytta hana. Þá er þetta tilraun til að nálgast það,“ segir Birgir. Umræðan í kvöld verði því um tvær klukkustundir en fyrri umræður hafi farið upp í allt að tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Þingflokksformenn séu síðan sammála um að ræða fyrirkomulag bæði eldhúsdagsumræðnanna og umræðna um stefnuræðu forsætisráðherra frekar þótt stefnuræðan væri aðeins fastari í forminu. En um þessar umræður væri alltaf samið fyrir fram á milli þingflokksformanna. „Eitt af því sem hefur stundum verið rætt er hvort hægt væri að nýta þetta svo kallaða andsvara fyrirkomulag sem við notum í öðrum umræðum í þinginu. Þar sem einn eða fleiri þingmenn geta brugðist við orðum ræðumanns með örstuttri athugasemd. Það er kannski aðeins flóknara í framkvæmd. Hins vegar verða svoleiðis umræður oft dálítiðsnarpari og líflegri,“ segir forseti Alþingis. Fjármálaráðherra sýnir marvælaráðherra eitthvað markvert á símanum sínum. Þau tala hvorugt í umræðunum í kvöld.Vísir/Vilhelm Athygli vekur að strax á eftir eldhúsdagsumræðunum munu ónefndir sérfræðingar fara yfir umræðurnar í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Alþingi. En strangar reglur gilda á Alþingi um að þar megi einungis taka viðtöl við þingmenn og starfsfólk þingsins. „Af praktískum ástæðum þótti rétt að gera þessa undantekningu núna. Það er hins vegar auðvitað eitthvað sem líka verður metið í ljósi reynslunnar.“ Þannig að það kemur þá alveg eins til greina að hleypa fleiri sjónvarpsstöðvum að með slíka dagskrá að loknum eldhúsdegi og stefnuræðu? „Það er auðvitað ekkert útilokað í því,“ segir Birgir Ármannsson. Fyrirkomulag umræðunnar Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkur, Píratar, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Viðreisn og Miðflokkurinn. Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þeirri seinni Jóhann Páll Jóhannsson, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 6. þm. Norðausturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Flokk fólksins tala Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í seinni umferð. Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Ingibjörg Isaksen, 1. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Stefán Vagn Stefánsson, 1. þm. Norðvesturkjördæmis, í þeirri seinni. Ræðumenn Pírata eru í fyrri umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvesturkjördæmis, og í seinni umferð Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður. Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Bjarni Jónsson, 4. þm. Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Fyrir Viðreisn tala í fyrri umferð Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri seinni Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður. Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og í þeirri seinni Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis.
Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira