Samuel Eto‘o verður sóttur til saka Atli Arason skrifar 4. júní 2022 07:02 Eto'o fagnar marki sínu með Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Getty Images Fyrrum knattspyrnumaðurinn Samuel Eto‘o er í vandræðum á Spáni. Eto'o mun í annað sinn verða sóttur til saka eftir að hafa neitað að greiða meðlagsgreiðslur. Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann. Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann.
Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira